685 - Hausmynd

685

Færsluflokkur: Bloggar

Sumarið sem aldrei kom er farið

Þar sem að sumarið kom ekki reyndi maður nú að vera alveg óhóflega bjartsýnn.  Trúði því og treysti að haustið yrði gott.   Var meira að segja farin að hlakka til. Og haustið er komið!!!  Fréttirnar sem komu 7. september...takið eftir ekki einu sinni komið fram í miðjan september....voru á þá leið að vetrarfærð væri á norður og norðausturlandi.  Á Víkurskarði var krapi og éljagangur.  Hálkublettir á Mývatnsöræfum.  Aumingja Mývetningarnir þurftu að skafa rúður á bílum sínum Frown  Ég held að þetta hljóti að vera ólöglegt.

Ég veit ekki hvort að það sé fortíðarþrá minni  eða gloppóttu minni mínu sökum elli um að kenna.  En í minningunni var alltaf gott veður á Bakkafirði á sumrin.   Ég kom hingað þegar skóla lauk og fór þegar skóli byrjaði að hausti.  Já og ég er það gömul að skólarnir hættu í maí og byrjuðu í september.  Þá var gott veður.....

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband